Safn: Atopic Dermatitis

Þessi meðferð er sett upp fyrir 3 ára boxer tík sem þjáist af Atopic Dermatitis.

Meðferðina ætti að endurtaka á 10 daga fresti í 4 skipti. Eftir það skal meta ástand felds og húðar og meta hvort þörf sé á frekari meðhöndlun og þá jafnvel lengja tíma á milli baða.

Athugið að hlutföllin eru til viðmiðunar, aðlagið eins og hentar þannig að vörurnar nýtist sem best.

Premask

30 ml Protective Shield og 30 ml PH balance er blandað vandlega saman í 1 - 1,5 dl af volgu vatni og borið í þurran feldinn og passa að vinna alveg ofaní húðina. Látið vinna í um 15 mín með hundinn pakkaðan í handklæði. Skolið þá vandlega úr.

Sjampó

15 ml Mineral H sjampó og 5 ml Ozon oil blandað saman við 1 - 1,5 dl af volgu vatn og unnið vel í feldinn, látið vinna í um 3 mín og skolið þá vandlega úr feldinum

Næring

10 ml. Protective Shield, 10 ml. PH balance, 10 ml. PEK næring og 5 ml. Ozon oil blandað vandlega í 1 - 1,5 dl. af volgu vatni. Gott er að blanda næringuna í gosflösku með tappa sem hægt er að loka (t.d. undan toppi) og hrista nokkuð kröftuglega. Næringin ætti að vera álíka þykk og súrmjólk. Berið í allan feldinn og látið vinna í 3 - 5 mín. Gott er að greiða næringuna í feldinn með mjúkum bursta. Skolið svo vandlega úr feldinum.

Hafið í huga að nudda aldrei á móti hárvextinum, heldur alltaf vinna í sömu átt og feldurinn vex.

Ef hana klæjar þá bera Derma SOS gelið á hana og einnig 2 - 3 á dag á verstu blettina.