Safn: Feldskipti - Bearded Collie

Þegar feldskipti ganga yfir er það frekar reglan en undantekningin að feldurinn flækist töluvert meira en feldur fullorðinna hunda.

Þessi blanda er sett saman fyrir Bearded Collie í feldskiptum.

Sjampó

Blanda saman sjampói í jöfnum hlutföllum og bæta við vatni, ca 2 dl. Bera jafnt í feldinn og vinna upp froðu. Láta vinna í 3 mín og þá skola vel úr feldinum.

Næring

Blanda saman næringum í eftirfarandi hlutföllum, Derma Plus, 2 hlutar, Black Passion 1 hluti og PEK 1 hluti.

Fyrir sýningarbaðið er PEK skipt út fyrir Ástaraldin næringu til að þyngja feldinn.