Feldhirða á veturna

 

Veðurfarið á veturna einkennist af frosti eða snjó. Hvort um sig veldur áskorunum þegar kemur að umhirðu húðar og feldsins.

Þegar kólnar verður loftið þurrara auk þess sem það verður meiri hitamunur innan- og utandyra. Þetta þurrkar oft húðina, rafmagnar feldinn og leiðir til þess að flækjur myndast frekar í síðum feldi. Feldurinn verður að geta verndað húðina og að sama skapi þarf húðin að vera í góðu standi svo heilbrigður feldur getur vaxið. Umhverfið á veturna veldur auknu álagi á húð og feld og því þurfa þau stuðning á veturna.

Á veturna getur hjálpað að nota aðeins feitari og öflugri næringu eða bæta því við þá næringu sem  notuð er við reglubundinn þvott. Það tryggir að húðin og feldurinn geti sinnt sínu hlutverki. Það getur einnig verið hjálplegt að nota næringuna minna vatnsblandaða svo næringin nái að vinna sem best. Því minna vatn sem er notað því betra, húðin og feldurinn fá betri vörn gegn hitasveiflum og rafmagnast síður. Þetta er sérstaklega mikilvægt hvað varðar næringuna en einnig er ráðlagt að breyta þynningarhlutfallinu fyrir sjampóið úr 1:3 í 1:2 eða jafnvel hafa það óblandað. Það er gott að hafa í huga að þrátt fyrir breytta blöndun þá ætti ekki að þurfa að nota meira af vörunum vegna þess að blandan er þéttari og helst betur í feldinum þar sem hún nær að vinna. Einnig er gott að vinna næringuna vel inn í feldinn með því að bursta í gegnum hann t.d. með Distrika eða Dermobrush burstunum. Á veturna er líka sérstaklega mikilvægt að næringin fái tíma til að vinna svo mikilvæg næringarefni og steinefni nái að frásogast í húðina og feldinn.

Næringar sem innihalda meiri fitu eru Caviar, Black Passion og PH balance. Þá er ráðlagt að blanda PEK næringu saman við næringuna til að fyrirbyggja að flækjur myndast og að feldurinn rafmagnist. PH Balance næringin aftur á móti verndar húðina og feldinn og hjálpar hlífðarlagi húðarinnar að sinna sínu hlutverki og því getur verið gott að bæta því í næringarblönduna.

Það getur einnig verið ráðlagt að nota frekar tilbúin sprey þegar hundarnir eru þurrburstaðir á milli baða, t.d. með því að nota Atami H270 flækjuspreyið eða sprey sem innihalda olíur til að lágmarka innihald vatns í spreyinu. Ef vatnsblandað næringarsprey er notað við þurrburstun þá er ráðlagt að breyta blöndunni þannig að dregið er úr vatnsinnihaldinu. Þá er einnig hjálplegt að nota Caviar 10in1 spreyið til að fyrirbyggja að feldurinn rafmagnist en þá er spreyjað yfir feldinn eftir böðun og áður en feldurinn er blásinn.

Á veturna getur einnig verið gott að nota K101 næringuna en hún inniheldur avókado-olíu. Þetta er mjög feit næring sem gerir feldinn feitan sé of mikið notað af henni, en þegar næringin er notuð á réttan hátt er hún frábær viðbót við að halda feldinum í góðu ástandi. K101 næringuna er hægt að blanda við hefðbundnu næringarblönduna (1 tsk í hvern þvott) til að hjálpa til við að losa flækjur og næra feldinn sem og húðina. Einnig er hægt að nota K101 næringuna til að útbúa sprey með því að blanda 1 tsk. af næringu við hálfan líter af heitu vatni eða blanda í hlutföllunum 10% næring, 90% vatn. Blanda vandlega saman þar til úr verður kekklaus blanda. Kælið og þá er komið sprey sem er tilvalið að nota samhliða þurrburstun feldsins. Fyrst eftir notkun gæti feldurinn virkað feitur en þegar feldurinn hefur frásogað olíurnar verður ástand og rakastig feldsins gott. Ef feldurinn er enn feitur 3 dögum eftir notkun þá þarf að þynna blönduna fyrir næstu notkun. Ef ástæða er til getur verið ráðlagt að nota KE sjampó til að vinna fituna úr feldinum ef hefðbundinn þvottur dugar ekki til.

Á veturna er snjór einn af mest krefjandi þáttunum, sérstaklega fyrir síðan feld. Þegar snjórinn festist í feldinum og bráðnar veldur það því að hárhyrnið gliðnar og í kjölfarið flækist feldurinn. Þess vegna eru framangreind ráð um næringu mikilvæg til að fyrirbyggja að vatn nái inn í hárhyrnið. Ein gagnleg vara er einnig Sil Plus sem hægt er að bera á þófa og kvið hundsins. Það gegndreypir feldinn og veitir nauðsynlega vörn gegn bæði snjó og krapa.