Feldhirða á veturna
Umhirða húðar og felds í köldu og þurru loftslagi

Áskoranir vetrarins
Veturinn býður upp á tvær megináskoranir: annars vegar frost og þurra loft, hins vegar votviðri, bleytu og snjó. Hvoru tveggja hefur áhrif á húð og feld og getur leitt til ertingar, rafmögnunar og flækjumyndunar ef ekki er gripið til viðeigandi aðgerða. Á köldum dögum er loftið oft mjög þurrt og mikil hitamunur er milli útiveru og upphitaðra innirýma. Þetta dregur raka bæði úr húð og feldi, gerir hann viðkvæmari og eykur líkur á að hár rafmagnis og flækist.
Feldurinn flækist helst hjá hvolpum eða hundum með fíngerðan eða síðan feld. Gerviefni í teppum eða fatnaði, of heitur blástur og hreinsivörur sem fjarlægja náttúruleg olíu húðarinnar auka einnig hættuna.

Grunnurinn: Rakagefandi næring og mild böðun
Til að halda húð og feld í jafnvægi yfir veturinn er mikilvægt að bæta við olíuríkri og rakagefandi næringu í reglulegan þvotta. Ef ekki er nóg af olíu og raka í feldinum missir hann mýkt og sveigjanleika, verður stökkur og flækist auðveldlega.
Í stað þess að nota mjög þynnta næringu er ráðlagt að nota hana minna útþynnta eða jafnvel óblandaða yfir veturinn. Sama á við um sjampó: má þynna minna en venjulega (t.d. 1:2 í stað 1:3) eða nota óblandað eftir þörfum. Þéttari blöndur þýða að minna skolast út og næringin nær að vinna þar sem hún á að gera gagn.
Það sem skiptir líka máli er að næringin fái tíma til að vinna. Þegar hún fær að sitja í feldinum í 3–5 mínútur eða lengur næst betri upptaka næringarefna og áhrifin vara lengur.
Best er að bera næringuna fyrst í endana og vinna sig niður að húð með því að nota burstun – til dæmis með Distrika eða Dermobrush burstum – þannig nær hún að dreifast vel og vinna jafnt á öllu hárinu.
Ráðlagðar næringar
Góðir kostir yfir vetrartímann eru:
- Caviar og Black Passion næringarnar – eru með háu hlutfalli olíu og næringarefna.
- PEK næringin – bætt við í blönduna til að hjálpa til við að loka hárhyrninu og fyrirbyggja rafmögnun og flækjur.
- PH Balance er einnig með hátt hlutfall olíu og næringarefna en styður auk þess við náttúrulegt varnarhlífðarlag húðarinnar og ver gegn umhverfisáreiti.
-
Caviar Green næring
Hefðbundið verð Frá 3.880 kr.Hefðbundið verðVerð einingar / per -
02 Energetic and Revitalising Mask
Hefðbundið verð Frá 4.230 kr.Hefðbundið verðVerð einingar / per -
PH Balance
Hefðbundið verð Frá 5.050 kr.Hefðbundið verðVerð einingar / per
Milt sjampó og köld skolun
Þegar valið er sjampó skiptir máli að það sé ekki of sterkt eða þurrkandi. Sjampó án SLS (froðuefnis) eru oft mildari kostur sem vernda olíulög húðar og felds.
Skola ætti fyrst með volgu vatni, en í lokaskolun má gott heitt vatn víkja fyrir kaldara vatni – það hjálpar til við að loka hárinu og halda rakastigi. Sama á við um blástur – forðastu að nota heitasta stillinguna og veldu mildari hita sem ekki þurrkar út feldinn.
-
Caviar Green næring
Hefðbundið verð Frá 3.880 kr.Hefðbundið verðVerð einingar / per -
01 Nourishing Shampoo
Hefðbundið verð Frá 3.610 kr.Hefðbundið verðVerð einingar / per -
Epla næring - án SLS - síður feldur
Hefðbundið verð Frá 3.230 kr.Hefðbundið verðVerð einingar / per -
Banana Plus sjampó – án SLS - millisíður og stríhærður feldur
Hefðbundið verð Frá 3.030 kr.Hefðbundið verðVerð einingar / per
Sprey til daglegrar umhirðu og við þurrburstun
Þegar feldurinn er þurrburstaður á milli baða eða eftir þvott er gott að nota spreyi til að viðhalda rakastigi og draga úr líkum á flækjum og rafmögnun.
Góðir kostir eru:
- Atami H270 flækjusprey – mýkir og eykur raka í feldinum.
- Caviar 10in1 – úðað í feldinn áður en blásið er til að draga úr rafmögnun.
Ef þú blandar þitt eigið næringarsprey skaltu minnka vatnsinnihald og nota olíurík efni – t.d. PEK, PH Balance eða K101 – þar sem minni vatnsmagn dregur úr rafmögnun.

K101 næringin – öflug rakameðferð
K101 er mjög næringarrík vara með hátt innihald avókadóolíu. Hún styrkir feldinn, bætir rakajafnvægi og dregur úr flækjum.
Notkunarmöguleikar:
- 1 tsk. af K101 við venjulega næringablöndu.
- 1 tsk. í 0,5 L af heitu vatni. Blandan er kæld og sett í spreybrúsa og notuð við
þurrburstun eða viðhald eftir blástur.
Feldurinn getur í fyrstu orðið smá feitur, en þegar olían frásogast jafnast ástandið. Ef hann er enn feitur eftir þrjá daga má minnka styrkleika blöndunnar eða nota KE sjampó til að hreinsa olíu.

Sil Plus og snjór
Sil Plus hefur reynst mörgum öflug vörn á svæðum þar sem snjór og krapi safnast fyrir: á fótum, bringu, kvið og í kringum klær.
Efnið er borið með höndum á hreinann feld áður en farið er út. Þar sem það er vatnsleysanlegt getur þurft að endurnýja það áður en farið er í næstu göngu.
Þótt ekki sé hægt að hindra það algjörlega að snjór festist í feldinum, þá hefur þessi vara reynst vel við að draga úr því að stórar snjóklessur safnast í feldinum.
Salt, sandur og verndun þófanna
Salt og sandur á götum getur ert bæði húð og feld. Því þarf að veita þófunum sérstaka athygli. Góð næring ætti að ná niður á tær og milli táa. Klippa má hár þar til að tryggja hreinlæti og fyrirbyggja að snjór safnist fyrir í þófanum – en ekki fjarlægja það alveg, því feldurinn veitir líka vörn.
Sil Plus má einnig bera á þófa og klær – það getur verndað gegn ertingu af völdum salts og bleytu, sérstaklega ef notað reglulega og fær tíma til að þorna.
-
H270 2-Phase (Flækjusprey)
Hefðbundið verð Frá 2.330 kr.Hefðbundið verðVerð einingar / per -
Caviar Green - 10 in 1 (næringasprey)
Hefðbundið verð 2.880 kr.Hefðbundið verðVerð einingar / per -
K101 – Anti tangle conditioner with avocad oil
Hefðbundið verð 8.020 kr.Hefðbundið verðVerð einingar / per
Rétt efnisval og burstun
Á veturna skiptir máli að velja fatnað úr náttúrulegum efnum – gerviefni auka rafmögnun og valda núningi sem mynda flækjur. Sama gildir um handklæði og bursta: veldu bómull og bursta úr bambus eða með náttúrulegum hárum.
Forðastu bursta með málmpinnum yfir veturinn – þeir leiða rafhleðslu og geta aukið rafmögnun í feldinum.