Frí sending með Dropp á pöntunum yfir 12.500 kr.

Flæktur feldur - ýmsar lausnir

Til að fyrirbyggja flækjur í feldinum er mikilvægast að nota viðeigandi sjampó og næringu auk þess að beita réttum aðferðum við þvottinn. Þegar við þvoum gæludýrin okkar er mikilvægt að gegnbleyta allan feldinn, alveg niður í húð og vinna sjampóið og næringuna alveg niður að húðinni (sjá nánar í leiðbeiningum við böðun). Þegar við skolum er mikilvægt að skola allar sápuleifar úr feldinum og skola alla næringuna úr. Stundum er það svo að þó öll næringin hafi verið skoluð úr feldinum þá er hún of kröftug fyrir feldinn og þá getur verið nauðsynlegt að þynna næringuna út með vatni. Viðeigandi hráefni og tækni við þvott skapar grunnin að óaðfinnanlegum feld. 

Til viðbótar við sjampó og næringu þá framleiðir Iv San Bernard aðrar vörur sem fyrirbyggja flækjur í feldinum eða auðvelda okkur að losa um flækjurnar þegar þær hafa myndast. 

PEK næring úr Tradtional line er næring sem hjálpar til við að viðhalda rakastigi feldsins, fyrirbyggir að feldurinn rafmagnist og hjálpar til við að fyrirbyggja og leysa flækjur. PEK næringin, þegar hún er notuð á réttan hátt, er sögð bjarga allt að 60% feldsins. Næringin er mjög fjölhæf og má t.d. nota hana á eftirfarandi hátt: 

  • Fyrir þvott, blandið PEK næringunni við smá heitt vatn og berið í þurran feldinn til að opna feldinn. Látið verka í 3 mín og skolið úr feldinum áður en sjampó er borið í feldinn. Sé feldurinn mjög flæktur má leyfa blöndunni að vinna í 30 – 60 mín. 
  • Blandið smá PEK næringu við þá næringu sem er viðeigandi fyrir feldinn. PEK hjálpar til við að þétta hárhyrnið sem umlykur hárið og þannig fyrirbyggja að feldurinn fækist. (Athugið að PEK er þegar hluti af Fruit of the Groomer vörunum og því þarf ekki að blanda PEK við þá næringu). 
  • Blandið um 1 tsk. af PEK næringunni við hálfan líter af heitu vatni. Blandið vandlega saman og þá er komin tilvalin vökvi sem má úða yfir feldinn þegar hann er þurrburstaður til að fyrirbyggja að hann rafmagnist. Einnig má úða blöndunni yfir feldinn þegar hann er þurrkaður með hárblásara. 

Atami H270 flækjuspreyið er tilvalið til að losa um flækjur, þykkja feldinn, auka raka og gefa glans. Efninu er spreyjað á þurran eða í rakan feldinn, þaðan sem það verkar við að byggja upp feldinn. Með notkun á spreyinu þá bæði flækist feldurinn síður auk þess sem auðveldara er að losa flækjur sem hafa myndast. 

Fyrir þá hunda sem flækjast mikið þá notum við K101 næringu úr ISB Technique línunni. Það hjálpar ekki aðeins við að losa um flækjur, heldur fyrirbyggir það þær einnig, byggir upp rakan í feldinum, eykur líf og glans. Hægt er að nota þessa vöru á sama hátt og PEK. Vert er að taka fram að með notkun á K101 næringunni þá getur feldurinn orðið feitur en þá er gott að nota KE sjampóið til að fjarlægja olíuna í næsta þvotti. Hægt er að nota K101 næringu á eftirfarandi hátt: 

  • Ef feldurinn er mjög flæktur en þú vilt ekki  klippa hann þá er hægt að losa um allra verstu flækjunar með því að klippa í þær með þynningarskærum. K101 er blandað við heitt vatn í hlutföllunum 1:1 og borið í þurran feldinn (aðgætið að blandan sé ekki of heit þegar hún er borin í feldinn). Sé feldurinn mjög flæktur ætti að leyfa blöndunni að vinna í eina klukkustund. Eftir að K101 hefur verið skolað úr feldinum ætti að útbúa nýja blöndu í hlutföllunum 1:1 og bera aftur í feldinn og leyfið að vinna í nokkrar mín. Skolið feldinn vel og þurrkið. 
  • Blandið um 1 tsk. af K101 í þá næringu sem venjulega er notuð í feldinn til að losa um flækjur og næra feldinn. 
  • Blandið K101 í hálfan líter af heitu vatni (í hlutföllunum 1:10). Blandið vel saman þar til blandan er kekklaus og setjið í spreybrúsa. Þá eru þið komin með tilvalda blöndu til að nota við þurrburstun á feldinum til að fyrirbyggja að hann rafmagnist auk þess sem næringin vinnur við að byggja feldinn uppEinnig má nota þessa blöndu þegar verið er að þurrka feldinn með hárblásara. 

Það geta einnig myndast flækjur þegar feldinum er pakkað inn en það eru tvær góðar aðferðir til að fyrirbyggja það. K100 pálmaolían úr ISB Technique line er frábært ail að fyrirbyggja að feldurinn flækist þegar honum er pakkað inn. Á sama tíma stuðlar olían að vexti feldsins og styrkir hann. Blanda úr PEK næringunni úr Traditional line og Argan olíu úr Black Passion line ásamt smá vatni er líka tilvalin til að bera í feldinn þegar honum er pakkað inn. Þegar feldurinn hefur verið meðhöndlaður með olíum er ráðlagt að þvo feldinn með KE sjampói sem er hannað til að fjarlægja olíur úr feldinum, án þess að hafa áhrif á keratínið í hárinu. 

Distrika burstinn er tilvalinn til notkunar þegar verið er að blása feldinn. Hann hentar sérstaklega vel fyrir hunda með langan og millisíðan feld.