SPA og CLOSE-OPEN-CLOSE aðferðin

Iv San Bernard framleiðir tvær vörulínur sem eru styrkjandi og veita SPA meðferð (SPA = Salus Per Aquam = heilsa úr vatni). Vörur úr þessum línum ná að vinna dýpra inn í feldinn og húðina, auk þess að virka í lengri tíma. Af þessari ástæðu er hægt að greina jákvæð áhrif innan örfárra daga. Þessar vörulínur eru Fruit of the Groomer og AtamiFruit of the Groomer vörulínan er unnin úr náttúrulegu collageni sem kemur frá plöntum og veitir rakagefandi og djúpnærandi meðferð fyrir hverja feldgerð. Atami línan hentar bæði til að endurbæta og endurlífga feldinn og til meðhöndlunar fyrir bólguvandamál. 

Snögghærður feldur 

  • Kirsuberjasjampó og næring (Fruit of the Groomer) inniheldur þær olíur sem snöggi feldurinn þarfnast auk þess að innihalda silkiprótein 
  • Ginkgo Biloba (Atami), endurnýjar frumur, hjálpar til við að viðhalda fitujafnvægi og hentar einnig fyrir húðvandamál 

Millisíður feldur 

  • Rautt greipaldinsjampó og næring (Fruit of the Groomer), inniheldur þau næringarefni og steinefni sem millisíði feldurinn þarfnast. Stuðlar einnig að vexti feldsins. 
  • Ginseng (Atami), gefur orku, næringu og endurlífgar feldinn 

Síður feldur 

  • Ástaraldinsjampó og næring (Fruit of the Groomer) með auknu magni af kollageni sem síði feldurinn þarfnast. 
  • White Musk (Atami) veitir fegrunarmeðferð fyrir síðan feld, gerir feldinn silkimjúkan og glansandi.  

Til viðbótar við framangreint eru einnig til eftirfarandi vörur í Fruit of the Groomer línunni. 

  • Appelsínusjampó og næring, sérstaklega ætlað til að fyrirbyggja hárlos og stuðla að hárvexti auk þess að koma jafnvægi á fituframleiðslu húðarinnar 
  • Mintusjampó og næring, inniheldur B6 vítamín og endurlífgar feldinn. Fælir frá flær og mítla. 
  • Engifer & ylliberjasjampó og næring sem hefur sótthreinsandi virkni og dregur úr kláða. 

Hægt er að ná fram enn betri virkni framangreindra vara með því að nota þær við þvott með Close-Open-Close aðferðinni. Sú tækni felur í sér þann ávinning að ná að hreinsa óhreinindi á skilvirkan hátt auk þess að vernda og næra feldinn. Einnig er hægt að lýsa aðferðinni sem fortíð-nútíð-framtíð. Fortíð (fyrsta skrefið, næringin fjarlægir þau óhreinindi sem hafa byggst upp feldinum), nútíð (annað skrefið, sjampóið vinnur með núverandi ástand felds og húðar) og framtíð (þriðja stigið sem undirbýr og verndar húðina og feldinn fyrir þær áskoranir sem munu koma). Þegar feldurinn þarfnast þessa djúpnærandi meðferð er fullnægjandi að nota hana á 4 – 6 vikna fresti og þvo feldinn með hefðbundnum hætti þess á milli. 

 

SKREF 1: CLOSE (fortíðin) 

Tilgangurinn með þessu skrefi er að loka efsta lagi húðarinnar (epidermis) sem verndar húðina þegar hún er hreinsuð. Á sama tíma á sér jafnframt stað hreinsun á feldinum. Almenna trúin er sú að sjampó/sápa sé best til þess falin að hreinsa fitu en hinsvegar hentar olía best til að fjarlægja olíur og fitur. Þess vegna fjarlægir næringin annarskonar óhreinindi en sjampóið gerir. 

Blandið þeirri næringu sem hentar saman við smá heitt vatn. Fyrir smáhund með síðan feld er hæfilegt magn á við 2 – 4 dl og sama magn af heitu vatni, til að byrja með getur þó verið ráð að útbúa minni blöndu til að átta sig á því hvað er hæfilegt magn. Gott er að þeyta blönduna saman til að gera hana silkimjúka en þá verður hún aðeins þykkari og auðveldara er að bera hana í feldinn. Gætið að því að blandan sé ekki of heit. Blandan er borin í feldinn með höndunum eða með spaða. Tilvalið er að nota Distrika eða Dermobrush bursta til að vinna næringuna vel inn í feldinn. Athugið að næringarblandan er borin í þurran feldinn. 

Gott er að byrja á því að bera blönduna á kvið, bringu, fætur og afturenda. Þetta eru þau svæði sem yfirleitt eru skítugust og verða fyrir mestum áhrifum af umhverfinu. Eftir þetta er blandan borin á háls og höfuð og endað er á bakinu. Eftir að næringarblandan hefur verið borin í allan feldinn er hún látin vinna í 15 mín. Blandan nær enn betri verkun ef gæludýrið er vafið inn í handklæði. Þá er næringin skoluð vandlega úr feldinum (þar til vatnið er orðið glært). Byrjið efst og vinnið ykkur niður. Ef þörf er á má setja vatn í baðkarið þannig að vatnið nái að skola næringuna alveg niður að húðinni. Munið að gleyma ekki þófunum. 

SKREF 2: OPEN (nútíðin)  

Í þessu skrefi opnast hársekkurinn þegar hann er þrifinn. Blandið því sjampói sem valið er í hlutföllunum 1:3 í volgt vatn. Berið sjampóblönduna vandlega í feldinn og vinnið alla leið niður að húðinni. Eftir því sem feldurinn er síðari þarf að fara varlega við að nudda sjampóinu í feldinn til að koma í veg fyrir það að feldurinn flækist. Gott er að bera sjampóið í feldinn með sama hætti og ráðlagt er í skrefi 1, þ.e. byrja á kvið, bringu, fótum og afturenda. Þá þvo háls og höfuð og enda á bakinu. Látið sjampóið liggja í feldinum í 5 – 10 mín og skolið þá vandlega allar sápuleifar úr feldinum. Þegar feldurinn hefur verið skolaður vandlega er mest af vatninu fjarlægt úr feldinum með handklæði (pressa handklæðinu að feldinum en ekki nudda). 

SKREF 3: CLOSE (framtíðin) 

Þriðja skrefið lokar húðinni og feldinum þannig að rakinn haldist og verndar húðina og feldinn fyrir þeim áhrifum sem dýrin verða fyrir á komandi dögum og vikum. 

Eins og í fyrsta skrefinu þá er þeirri næringablöndu sem valið er að nota blandað saman við heitt vatn í hlutföllunum 1:1 og berið í feldinn með sama hætti og í skrefi 1 en nú er feldurinn blautur og það þarf ekki jafn mikið af næringablöndunni og í skrefi 1. Látið næringuna vinna i 5 – 10 mín og að þeim tíma loknum er næringin skoluð vandlega úr feldinum, alveg þar til skolvatnið er orðið tært. Munið að skola þófana líka vel og vandlega. 

Eftir hvern þvott ætti að þurrka hann allan vandlega. Ef feldurinn er ekki þurrkaður er aukin hætta á að bakteríur nái að grassera sem getur leitt til bólgumyndunar. Gætið alltaf að því að blásturinn sé ekki of heitur svo hann skaði ekki feldinn eða húðina. 

NÆRINGARBLANDA 

Það fer eftir því hvað það er sem við viljum ná fram hvaða næringablöndu við notum í CLOSE-OPEN-CLOSE aðferðina. Sé feldurinn t.d. að flækjast mikið hentar t.d. flestum eftirfarandi samsetning: 

Sjampó 

Mineral H Sjampó eða Zolfo Plus Sjampó 

Næringarblanda 

Mineral Red Derma Plus, 15 ml 

Black Passion Maks 02, 15 ml 

PH Balance, 10 ml 

Orange Mask, 15 ml 

Gingko Oil 5 ml 

Þessi næringarblanda hentar smáhundi í hefðbundinn þvott eða síðasta skrefið í CLOSE-OPEN-CLOSE aðferðina. Í fyrsta skref þeirrar meðferðar þyrfti 3-4 skammta af blöndunni.