Um mig
Ég heiti Anna María og eignaðist fyrsta hundinn minn árið 2015, hann Huxa sem er af tegundinni Havanese og ég flutti inn frá Danmörku. Frá því ég fékk hann Huxa hef ég tekið þátt í hundasýningum og hef því þurft að hafa hann í fullum feld. Ég hef lært mikið um feldhirðu frá því ég eignaðist Huxa m.a. að það er ýmislegt sem hefur áhrif á það hversu góður feldurinn er og hvort hann flækist mikið eða lítið. Til að einfalda mér vinnuna hef ég prófað ýmsar vörur sem hafa hentað mínum hundi misvel en þó ekki nógu vel og því hélt ég áfram að leita af vöru sem myndi einfalda mér vinnuna. Ég hafði heyrt af vörunum frá Iv San Bernard og hversu vel þær hafa reynst og ákvað því að panta sjampó og næringu og árangurinn lét ekki á sér standa. Tíminn á milli baða tvöfaldaðist því feldurinn flæktist svo miklu minna en áður.
Í framhaldinu fór ég að kynna mér Iv San Bernard betur og sá að framleiðandinn býður uppá mjög breytt vöruúrval, allt frá hefðbundnum viðhaldsvörum fyrir reglubundinn þvott og til sérmeðferða fyrir dýr sem stríða við vandamál í húð og feld. Þá eru allar vörurnar vottaðar sem Safe Pet Cosmetics sem felur m.a. í sér að sömu viðmið gilda og um framleiðslu á snyrtivörum fyrir fólk. Með tímanum prófaði ég fleiri vörur frá Iv San Bernard og ýmsa bursta og greiður og varð ekki fyrir vonbrigðum. Fannst mér hugsjón framleiðandans og gæði varanna svo frábær að mér fannst að fleiri yrðu að fá að njóta. Um sumarið 2019 byrjaði ég að flytja inn vörur til endursölu og í nóvember 2019 opnaði ég vefverslunina. Hægt er að sækja vörurnar á valda staði eða fá þær sendar um allt land. Þá eru þær einnig fáanlegar hjá samstarfsaðilum.
Það hefur verið ákaflega gefandi að geta aðstoðað svo marga gæludýraeigendur að stuðla að heilbrigði gæludýra þeirra í gegnum feldhirðuna en gildi Iv San Bernard er „Hreinleiki er heilsa, heilsa er fegurð“ eða „Hygiene is health and health is beauty“.