The Best Line – Lúxus umhirða fyrir feld og húð

Vörulínan samanstendur af hágæða sjampóum og næringum fyrir hunda og ketti sem henta bæði til daglegrar umhirðu og sérstakrar meðhöndlunar, t.d. þegar húð eða feldur þarfnast aukins stuðnings. Vörurnar eru sérstaklega þróaðar með tilliti til tegundar felds, þar sem hver lína er hönnuð til að mæta þörfum snögghærðra, meðalsíðra og síðhærðra dýra – þó má alltaf velja aðra línu eftir sértækum þörfum dýrsins.

Sjampóin og næringarnar innihalda hátt hlutfall virkra efna og eru með vel stillt pH-gildi sem styður við heilbrigða húð og glansandi feld. Þau hreinsa með mildum en áhrifaríkum hætti og þurrka ekki náttúrulega varnarnir húðarinnar. Hver vara er byggð á plöntukjarna og inniheldur einstök náttúruleg virk efni sem veita hverri vöru sérstaka eiginleika.

  • Cassiopeia

    Hannað fyrir snögghærðan feld. Unnið úr acacia plöntunni sem framleiðir náttúrulegt kollagen sem styrkir húð og hársekk.

  • Orion

    Fyrir feld sem er meðalsíður. Inniheldur andoxunarefni unnin úr hreinu hunangi sem styðja við varnir húðar og auka náttúrulegan ljóma.

  • Pegasus

    Tilvalin fyrir síðan feld og feld sem hefur tilhneygingu til að flækjast. Inniheldur þykkni úr mallow-plöntunni sem mýkir feldinn og auðveldara verður að kemba hann.

  • Hydra

    Hentar dýrum með viðkvæma húð, kláða eða ertingu. Inniheldur lavender sem róar húðina og dregur úr óþægindum.

  • Andromedia

    Fyrir húð sem er viðkvæm og feld sem hefur misst líf og glans. Inniheldur rósaberjaþykkni sem veitir mýkt, raka og endurnýjandi áhrif.

  • Aquarius

    Verndar feldinn gegn umhverfisáreiti og stuðlar að heilbrigðu yfirborði húðar. Inniheldur þykkni úr vínvið sem styrkir og verndar.