Fræðsla um feld

Það eru ýmsar aðstæður sem geta leitt til þess að þú viljir styðja við og flýta fyrir vexti feldsins á gæludýrinu þínu. Það gæti t.d. verið vegna þroska feldsins þegar fullorðins feldurinn tekur við af hvolpafeldinum, við feldlos, tíkur eða læður að jafna sig eftir got eða þegar dýrin eru að jafna sig í kjölfar feldvandamála. Markmiðið er feldurinn verði heilbrigður. 

Iv San Bernard er með nokkrar vörur sem styðja við vöxt feldsins. Vörurnar hafa áhrif á húðina, sem er mikilvægt því heilbrigð og vel nærð húð er grundvöllurinn að heilbrigðum og fallegum feldi. Þá eru einnig til sérstakar vörur sem hafa bein áhrif á feldinn. Hér fyrir neðan er umfjöllun um þessar vörur sem hægt er að blanda saman eða blanda við aðrar vörur frá Iv San Bernard til að ná þeim árangri sem sóst er eftir. 

Mineral H úr Mineral Complex vörulínunni styrkir feldinn og hjálpar til við að koma í veg fyrir feldlos auk þess að flýta fyrir feldbreytingum og endurvexti felds. Meðal virkra efna í þessu sjampói er þykkni unnið úr fylgju. Til að ná sem bestum árangri er mælt með því að þynna þetta sjampó sem minnst svo sem mest af innihaldsefninu sitji eftir í feldinum en leki ekki úr með vatninu. Leyfið sjampóinu að vinna í nokkrar mínútur til að leyfa nauðsynlegum efnum að frásogast. 

Appelsínusjampóið úr Fruit of the Groomer vörulínunni er annað sjampó sem styrkir, kemur í veg fyrir fituframleiðslu, dregur úr feldlosi og dregur úr streitu. Einnig er ráðlagt að nota þetta sjampó sem minnst blandað en það má líka þynna það í hlutföllunum 1 af sjampói á móti 3 hlutum af vatni. Þar sem Minearl H sjampóið er sérstakt meðhöndlunarsjampó en inniheldur ekki svo mikið af hreinsiefni þá má blanda þessum tveim sjampóum saman til að hreinsa feldinn betur. 

Auk sjampósins þarf húðin og feldurinn alltaf hárnæringu svo þau fái nauðsynleg næringarefni og olíur fyrir hárvöxtinn og til að fyrirbyggja að starfsemi húðarinnar raskist við þvottinn. 

Derma Plus hárnæringin úr Mineral Red vörulínunni er mjög þétt og djúpnærandi. Eitt af virku innihaldsefnum þess er t.d. keratín, byggingarefni fyrir hár, og því mjög hentugt fyrir hárvöxt. Það nærir vel innri lög húðarinnar sem og feldinn og endurnýjar keratínforða. Við notkun skal blanda við lítið vatn svo næringin nái að sitja vel í feldinum og við húðina og þannig skila sem mest af innihaldsefnunum í húð og feld. Oft er Derma Plus einnig hluti af næringarblöndu, til dæmis sem viðbót við þá næringu sem hentar viðkomandi feldlengd. 

Appelsínunæringin úr Fruit of the Groomer vörulínunni hefur einnig verndandi eiginleika, þ.e. sem gerir við, lífgar og nærir feldinn auk þess að styðja við hárvöxt. Þessa næringu má einnig nota sem formeðferð í Close-Open-Close aðferðin. 

Oft þurfa feldurinn og húðin líka olíu og því er gott að bæta Ginkgo Bilboa olíu í næringuna sem ýtir sérstaklega undir blóðrásina í háræðunum, hjálpar til við vöxt og viðhald feldsins og kemur jafnvægi á fituframleiðslu. Það þarf ekki að nota mikið af olíunni, teskeið út í næringarblönduna er nóg. 

Einnig er hægt að auka áhrif sjampós og hárnæringar með meðferðarkremum: 

  • Mineral H styrkjandi meðferðarkrem sem flýtir fyrir endurvexti feldsins 
  • Vítamín-H meðferðarkrem sem styrkir líflausan feld og eykur þykkt 
  • SK-orkugefandi sermi sem hentar fyrir viðkvæman feld sem þarfnast styrkir á háræðamassanum og eykur þykkt 
  • SL-róandi sermi sem virkar róandi fyrir viðkvæman feld 

Ein vinsælasta samsetningin í tengslum við hárvöxt og endurnýjun, óháð tegund hefur verið: 

Mineral H sjampóið virkjar hársekkinn til að fara á næsta vaxtarstig. Í meðferðinni gefur Derma Plus byggingarefni til mótvægis við vaxtarvirkjun. Caviar Green veitir húðinni nauðsynlegar fitusýrur og styrkir húðina á frumustigi. PEK kemur í veg fyrir flækjur og innsiglar virku innihaldsefni allra hárnæringar í húð og feld. Vörurnar bæta hver aðra upp sem fullkomin samsetning fyrir hárvöxt. 

Hér eru bara nokkrar vörur. Til að fá leiðbeiningar aðlagaðar sérstaklega að þínu gæludýri sendu póst á annamaria@ivsanbernard.is. Veittu upplýsingar um tegund, aldur, kyn, hvort hefur verið geldur/tekin úr sambandi og eins nákvæma lýsingu og mögulegt er á ástandi húðar og felds og öðrum þáttum sem geta haft áhrif á ástandið.