Frí sending með Dropp á pöntunum yfir 12.500 kr.

Hvolpafeldur

Það er þess virði að hefja umönnun á húð og feldi hvolpa frá upphafi með réttum vörum og tækni.  Bæði virkni og uppbygging hvolpafeldsins er frábrugðin húð og feld fullorðinna hunda og því mikilvægt að huga að þeim þáttum. Í upphafi fer næring hvolpsins að mestu í að byggja upp líkamann. Það er ekki fyrr en við kynþroska sem næg prótein og næringarefni eru til ráðstöfunar til að byggja undir þróun feldsins og mynda vel formað aðalhár (primary hair).

Óháð feldgerð fullorðins hunds þá er feldur hvolpsins allur uppbyggður úr stuðningshárum (secondary hair), sem er ekki eins sterkt og aðalhárið og veldur því að hvolpafeldurinn er alltaf mýkri, þynnri og á sama tíma krúttlegri. Húðin hefur heldur ekki náð fullum þroska og veitir ekki sömu vörn og húð fullorðinna hunda og því getur hvolpurinn verið útsettari fyrir umhverfisáhrifum en fullorðnir hundar. Þess vegna er mikilvægt að þvo hvolpa reglulega og sérstaklega nota næringu á eftir. Húð og feldur hvolpsins þarf alltaf næringu eftir þvott með sjampói til að vernda hann fyrir utanaðkomandi áhrifum. Til viðbótar við að fjarlægja óhreinindi þá fjarlægir sjampóið alltaf líka eitthvað af náttúrulegri olíu sem næringin skilur eftir sig í feldi og húð. Fitukirtlar hvolpsins þroskast ekki fyllilega fyrr en síðar en fitukirtlarnir þjóna mikilvægu hlutverki í verndun húðarinnar.

Iv San Bernard hefur þróað þrjár vörur fyrir hvolpa sem styðja við uppbyggingu og virkni húðarinnar og feld hins þroskandi hvolpar. Talco sjampóið er milt sjampó sem er þróað fyrir alla hvolpa með mildan ilm og svíður ekki í augun. Talco næringin er úr sömu línu og er mild og nærandi og hentar fyrir alla hvolpa. Til viðbóta við þetta er einnig þriðja varan, Puppy Don‘t Cry sápustykki sem er mild sápa og tilvalin til að þrífa tríni og fætur svo dæmi sé nefnt. Sápustykkið er einnig með milda sótthreinsi eiginleika. Allar þessar vörur þrífa á mildan hátt án þess að trufla rakastig húðar og felds.

Til að venja hvolpinn við reglubundinn þvott er gott að byrja snemma og þar sem Talco vörurnar eru mildar þá er í lagi að nota þær eftir þörfum.