Leiðbeiningar við böðun
Þegar engin vandamál eru til staðar í húðinni eða feldinum annað en þurr húð eða feldur er hægt að nota vörur fyrir hefðbundinn þvott, úr Traditional og Traditional Plus línunum. Sjampó og næring í þeim línum hafa verið hönnuð fyrir mismunandi feldgerðir:
- Lemon (sítrónu) sjampó og næring fyrir stuttan feld og stuðlar að fitujafnvægi húðarinnar, verndar hana og feldinn og kemur í veg fyrir flösumyndun.
- Banana sjampó og næring er hannað fyrir meðalsíðan feld en flestar hundategundir falla hér undir og allar kattategundir. Bananalínan breytir ekki áferð feldsins en gefur glans og mýkt. Línan inniheldur nauðsynleg steinefni og næringarefni.
- Green apple (epla) sjampó og næring er hannað fyrir síðan feld og þar sem öll hárin eru vel mótuð þarf að tryggja að hárhyrnið falli vel að hverju hári og hafa þessar vörur verið þróaðar til að ná því markmiði. Þessi lína inniheldur einnig meira af kollageni sem er mikilvægasta byggingarefni húðarinnar og tryggir aukin raka.
Munurinn á milli Traditional og Traditional Plus línunni er að Plus línan er laus við SLS. Natríum Laureth Súlfat eða SLS er öruggt hráefni sem er notað í snyrtivörur til að vinna upp froðu sem auðveldar hreinsun. Við langtímanotkun getur SLS ert húðina og því er Traditional Plus línan tilvalin kostur fyrir dýr með viðkvæma húð.
Við reglubundinn þvott er mikilvægt að byrja á því að gegnbleyta feldinn. Ef feldurinn er mjög þykkur getur verið gagnlegt ráð að fylla baðkar eða bala, setja ögn af næringu í vatnið og setja dýrið svo í vatnið og þannig ná að gegnbleyta feldinn. Oft hjálpar að hafa næringu í vatninu svo vatnið nái betur að gegnbleyta feldinn.
Þynnið sjampóið í hlutföllunum 1:3 með volgu vatni. Það fer eftir stærð hundsins hversu mikið þarf af sjampóblöndunni. Berið sjampóið varlega í allan feldinn og vinnið upp froðu alveg niður að húð. Eftir því sem feldurinn er lengri þarf að gæta þess að nudda ekki þannig að feldurinn flækist. Það er gott að venja sig á að byrja að bera sápublönduna á kvið, bringu, fætur og afturenda svo sjampóið nái að vinna sem lengst á þeim stöðum. Þessi svæði eru venjulega skítugust, með mestu fituna og verða helst fyrir áhrifum af umhverfinu. Næst þarf að þvo háls og höfuð og að lokum bakið. Leyfið sjampóinu að vinna í 3 – 5 mín. Skolið að lokum vel og gætið þess að engar sápuleifar séu eftir í feldinum, þ.e. þar til vatnið sem rennur af feldinum er tært. Passið að gleyma ekki að skola þófanna líka.
Traditional næringin er ætluð til notkunar nánast óblönduð. En gagnlegt er að blanda næringunni í jöfnum hlutföllum í volgt vatn þar sem þá næst fram betri verkun. Gætið þess að blandan sé ekki of heit. Tradtional Plus næringin er mjög þétt og því þarf aðeins meira af vatni í þá blöndu svo þægilegt sé að vinna með blönduna. Það fer eftir stærð hundsins hversu mikið þarf af næringarblöndunni. Til að tryggja að næringinn nái að dreifast jafnt um allan feldinn er gott að bursta í gegnum hann með Distrika bursta eða öðrum burstum ætluðum til að dreifa næringu í feldinn. Berið næringu í feldinn á sama hátt og með sjampóið og gætið þess að næringin nái alla leið niður að húð og gætið þess að flækja ekki feldinn á hundum með langan feld. Næringuna ætti einnig að bera í feldinn í sömu röð og sjampóið, þ.e. byrja á kvið, bringu, fótum og afturenda, þá háls, höfuð og að lokum bakið. Næringin bætir við olíu og fitu sem fjarlægð var með sjampóinu en það eru mikilvægir varnarþættir gagnvart utanaðkomandi áhrifum. Þess vegna er líka mikilvægt að byrja á þeim svæðum sem verða fyrir mestum áhrifum frá umhverfinu. Leyfið næringunni að vinna í 3 – 5 mín. Skolið næringuna vel úr feldinum. Byrjið að skola ofan frá og gætið þess að engar næringarleifar sitji eftir í feldinum. Feldurinn getur verið sleipur þó öll næringin hafi verið skoluð úr en fylgist með því að skolvatnið sé alveg tært. Hér er einnig mikilvægt að gleyma ekki að skola þófanna.
Af hverju ætti að nota næringu með öllum feldgerðum? Þegar við þvoum gæludýrin okkar þá erum við ekki eingöngu að þrífa feldinn heldur einnig húðina. Til viðbótar við það að fjarlægja óhreinindi þá fjarlægjum við líka, fitu, olíu, steinefni og kollagen úr húðinni og feldinum. Það er mikilvægt að bæta það upp með því að næra feldinn eftir þvottinn svo feldurinn og húðin geti áfram varið gæludýrin fyrir óhreinindum og öðrum áhrifum frá umhverfinu. Ef húðin og feldurinn er ekki varinn eftir þvott þá munu þau verða fyrir skaðlegum utanaðkomandi áhrifum frá umhverfinu.
Af hverju þarf sjampóið og næringin að bíða í feldinum? Svo sjampóið nái raunverulega að fjarlægja öll óhreinindin þá tekur ákveðinn tíma fyrir öll innihaldsefni sjampósins að vinna á þeim og fjarlægja öll óhreinindin við skolun. Þegar sjampóið fær að vinna í ráðlagðan tíma þarf líka ekki að endurtaka sjampóþvottinn. Á sama hátt er mikilvægt að næringin fái að vinna svo húðin og feldurinn nái að draga í sig þau næringar- og steinefni sem næringin inniheldur og bestur árangur náist.
Eftir hvern þvott ætti að þurrka feldinn vandlega. Ef feldurinn og húðin fær að vera blaut þá er húðin útsett fyrir bakteríum og hætta á bólgumyndun. Passið að blásturinn sé ekki of heitur en það gæti skaða bæði feldinn og húðina.
Með bæði sjampó og næringu er ráðlagt að prófa mismunandi styrk blöndunnar til að finna það sem gefur þínu gæludýri bestan árangur. Iv San Bernard næring er þróuð til að vera notuð óblönduð en bestur árangur fæst þegar næringin rennur ekki úr feldinum sem getur gerst þegar blandað hefur verið með of miklu vatni.
Hægt er að nota öll sjampó og allar næringar í Tradtional línunum með öðrum vörum frá Iv San Bernard og þannig finna þá blöndu sem hentar best þörfum gæludýrsins þíns.
Hvolpar (undir 6 mánaða) eiga sína eigin vörulínu sem er ætluð fyrir reglubundinn þvott, Talco sjampó og næring sem eru mild og svíða ekki í augun.