Feldnámskeið 10. og 11. apríl
Nú er tækifæri til að sækja hin vinsælu námskeið með Monique Van de Ven. Boðið verður uppá 4 námskeið en þú getur valið um að fara á stakt námskeið eða öll námskeiðin sem boðið verður uppá. Fjallað verður um umhirðu húðar og feldsins fyrir mismunandi feldgerðir og þær vörur sem henta til umhirðu þeirra.
- Veist þú hvernig húðin starfar og feldurinn vex?
- Hver er munurinn á milli mismunandi feldgerða og hvað þarf að huga að fyrir mismunandi feldgerðir?
- Hvaða áhrif hefur þroski dýranna á feldhirðu, hverjar eru þarfir, hvolpa, fullorðinna hunda og öldunga?
- Hvernig getur þvottur haft áhrif á starfsemi húðarinnar, gæði feldsins og líðan dýranna?
Hreinleiki er heilsa, heilsa er fegurð.
Dagskráin er eftirfarandi. Skráning hér.
Laugardaginn 10. apríl
- 8 - 9:30 - Millisíður feldur, (t.d. tvöfaldur feldur, fjaðraður feldur og stríhærður feldur)
- 9:30 - 11 - Síður feldur
Sunnudaginn 11. apríl
- 8 - 9 - Stuttur feldur
- 9 - 11 - Fagaðilar
Monique hefur starfað sem hundasnyrtir í yfir 40 ár og er ástríðufullur talsmaður um velferð gæludýra. Hún fylgist með nýjustu rannsóknum og tækniþróun hvað varðar umhirðu húðar og felds gæludýranna. Hjá Iv San Bernard hefur hún komið að þróun fjölda vörulína þar sem stuðlað er að velferð dýranna og glæsileika þeirra. Vörurnar eru notaðar af hundasnyrtum, ræktendum og gæludýraeigendum um allan heiminn.
Námskeiðin fara fram á ensku og eru án endurgjalds. Námskeiðin eru haldin í samstarfi með hinum Norðurlöndunum. Því verða einnig þátttakendur á námskeiðunum frá Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. Námskeiðin fara fram á teams en nánari leiðbeiningar verða sendar í tölvupósti þegar nær dregur um hvernig hægt verður að tengjast námskeiðunum.