Safn: Bichon Frise - 12 ára
Þessi meðferð er sett upp fyrir 12 ára Bichon Frise sem þarfnast meðhöndlunar á húð.
Meðferðina ætti að endurtaka á 10 daga fresti.
Premask
30 ml Protective Shield og 30 ml PH balance er blandað vandlega saman í 1 - 1,5 dl af volgu vatni og borið í þurran feldinn og passa að vinna alveg ofaní húðina. Látið vinna í um 15 mín með hundinn pakkaðan í handklæði. Skolið þá vandlega úr.
Sjampó
15 ml Zolfo Plus og 5 ml Ozon oil blandað saman við 1 - 1,5 dl af volgu vatn og unnið vel í feldinn, látið vinna í um 3 mín og skolið þá vandlega úr feldinum
Næring
10 ml. Protective Shield, 10 ml. PH balance og 10 ml. PEK næring blandað vandlega í 1 - 1,5 dl. af volgu vatni. Gott er að blanda næringuna í gosflösku með tappa sem hægt er að loka (t.d. undan toppi) og hrista nokkuð kröftuglega. Næringin ætti að vera álíka þykk og súrmjólk. Berið í allan feldinn og látið vinna í 3 - 5 mín. Gott er að greiða næringuna í feldinn með mjúkum bursta. Skolið svo vandlega úr feldinum.
Eftir baðið er mikilvægt að þurrka feldinn með hárblásara með volgum blæstri.
Á milli baða er ráðlagt að bera SL á verstu blettina.
-
Protective Shield næring
Hefðbundið verð Frá 3.880 kr.Hefðbundið verðVerð einingar / per -
PH Balance
Hefðbundið verð Frá 5.050 kr.Hefðbundið verðVerð einingar / per -
Zolfo Plus Sjampó
Hefðbundið verð 3.260 kr.Hefðbundið verðVerð einingar / per -
Ozonized Olive Oil
Hefðbundið verð 11.070 kr.Hefðbundið verðVerð einingar / per -
SL – Róandi Sermi
Hefðbundið verð 4.450 kr.Hefðbundið verðVerð einingar / per