Safn: Enskur bolabítur

Þessi ráðlegging á sérstaklega við um tiltekinn viðskiptavin Dýralæknastofunnar á Suðurnesjum.

Ráðlagt er að þvo hundinn með Zolfo Sjampói og skola sápuna vel úr. Á eftir er feldurinn nærður með blöndu af Black Passion 02 næringu, PH balance og K101 en með því að nota þessa blöndu er heilbrigði húðarinnar aukið sem leiðir til þess að feldurinn verður einnig heilbrigður. Leyfið næringunni að vinna í 3 - 5 mín áður en hún er skoluð úr.

Þessa meðferð ætti hundurinn að fá á 3 vikna fresti og gætið sérstaklega að því að við þvott að nudda aldrei á móti hárvextinum. 

Einnig er vert að benda á að ef húðfellingar í andliti eru djúpar og veldur vanda að halda þeim hreinum þá er Puppy don't cry sápustykkið einstaklega hentugt til að hreinsa húðfellingar. Þá er sápustykkið bleytt og dregið í húðfellingar, nudda varlega og skola vel á eftir. Þegar hundurinn hefur verið þurkaður er gott að bera Sil plus í húðfellingarnar til að þær haldist hreinar sem lengst.