Appelsínu næring - styrkjandi virkni
Appelsínu næring - styrkjandi virkni
Næring sem bætir, endurlífar og nærir feldinn. Næringin verndar feldinn og fyrirbyggir hárlos. Feldurinn verður silkikenndur og glansandi.
NOTKUNARLEIÐBEININGAR: Setjið nóg af vörunni í nýþvegin feldinn á meðan hann er enn rakur. Dreifið vel í feldinn og látið vinna í 5 - 10 mín. Skolið vandlega með volgu vatni.
ÁBENDING: Appelsínunæringin styrkir og veitir orku. Sérstakir eiginleikar vörunnar, þökk sé sítrusávextinum kemur jafnvægi á fituframleiðslu húðarinnar. Varan er einstaklega hentug þegar feldurinn er að vaxa.
Til að ná sem bestum árangri ætti að blanda vörunni í heitt vatn (það virkja próteinin í vörunni). Blanda vel saman en passa að blandan sé ekki of heit þegar hún er borin í feldinn. Þegar varan er blönduð kröftuglega saman við vatn, t.d. með písk þá þykknar hún og nær þannig að vinna vel í feldinum. Hlutfall næringar og vatns er 1:3, en það getur verið breytilegt eftir feldgerð hvaða blanda hentar best.
Hægt er að nota vörur úr Fruit of the Groomer vörulínunni sem djúpnærandi meðferð t.d. í þriðja hvern þvott auk hefðbundinnar feldhirðu. Þá er tilvalið að nota þessar vörur einar sér eða í bland við aðrar í close-open-close meðferðina.