Safn: Coton de Tulear - 9 mánaða
Þessi meðferð er sett upp fyrir um 9 mánaða Coton de Tulear hvolp sem er með þurrkubletti á bringu og við skott og hefur fundið fyrir kláða á þessum stöðum. Smá hrúður er á húðinni. Eftirfarandi meðhöndlun er ráðlögð í 5-6 skipti, á 10 daga fresti.
Premask
Blanda saman Ginger/Elderberry Pek og PH balance í jöfnum hlutföllum. Blanda út í heitt vatn (þá virkjast próteinin í vörunum), láta kólna og bera í þurran feldinn og vinna alveg niður að húð. Láta vinna í 15 mín og pakka hvolpinum inn í handklæði á meðan. Skola.
Sjampó
Zolfo sjampó blandað við ca 1 - 2 dl. vatn. Vinna upp froðu og láta vinna í 3 mín. Skola vandlega.
Næring
Ginger/Elderberry Pek og PH balance og um 1 tsk. af Ginkgo olíu blandað vel saman og út í ca 1-2 dl. af vatni. Gott að píska saman til að þétta blönduna svo hún leki síður úr feldinum. Bera vandlega í allan feldinn, láta vinna í 5 mín og skola þá vel.
Mælt er með því að bera SOS gelið á blettina til að aðstoða með kláðann.
Eftir að meðferð lýkur þá er ráðlagt að skipta í Mineral H sjampó og næringarblöndu samansetta úr Derma Plus + Andromedia + PEK.
-
Engifer & ylliberja næring - hreinsandi virkni
Hefðbundið verð Frá 3.910 kr.Hefðbundið verðVerð einingar / per -
PH Balance
Hefðbundið verð Frá 5.050 kr.Hefðbundið verðVerð einingar / per -
Zolfo Plus Sjampó
Hefðbundið verð 3.260 kr.Hefðbundið verðVerð einingar / per -
Ginkgo Biloba Oil
Hefðbundið verð Frá 2.200 kr.Hefðbundið verðVerð einingar / per -
Derma Gel S.O.S
Hefðbundið verð 4.380 kr.Hefðbundið verðVerð einingar / per