Caviar Green sjampó
Caviar Green sjampó
Hreinsar feldinn með mildum hætti og skilur við hann fullan af lífi. Innihaldsefnin oligopeptides og Fucus Vesiculosus þörungarnir sem eru í Complexe Caviar™ styrkja feldinn, þétta hann og auka útgeislun. Vítamín F og Omega 3 auka uppbyggingu feldsins.
NOTKUNARLEIÐBEININGAR: berið Caviar Green sjampóið í blautan feldinn, nuddið vandlega og skolið. Berið þá Caviar Green næringuna í feldinn.
Fyrir sýningar: fyrir sýningar ætti að byrja að þvo með Caviar Green vörunum ásamt viðeigandi stuðningsspreyi að lágmarki 45 dögum fyrir sýningu þannig að þvottur hefur átt sér stað að lágmarki 3 sinnum áður en að sýningunni kemur.
Ábending: Eftir þvott er mikilvægt að nota næringu í allan feld, óháð lengd hans, bæði til að byggja upp feldinn sem og húðina. Þegar feldurinn er þveginn með sjampói þá bæði fjarlægast óhreynindi sem og mikilvægar olíur sem næringin bætir upp.
Caviar Green sjampóið er laust við SLS, EDTA og silicone.