Safn: Alopecia - meðferð

Þessi meðferð er fyrir dýr sem eru með alopecia/skallabletti. Meðferðina ætti að endurtaka í 4 skipti og endurmeta þá stöðuna m.t.t. árangurs. Áframhaldandi meðferð gæti verið óbreytt eða þurft að aðlaga meðferðina.

Fyrsta meðhöndlun - 1 skipti

Red clay, 50 ml og 10 ml Ginkgo. Blandað vel saman og makað yfir líkamann. Látið vinna í 15 mín, ekki skola.

Premask

Þá eru settar um 15 ml. af Zeo maks og 30 ml. af Zeo Gel og blandað vel saman við um 1 dl. af volgu vatni. Þessi blanda er borin í þurran feldinn/húðina og látið vinna í um 15 mín á meðan hundinum er pakkað í handklæði. Þar á eftir er blandan skoluð vandlega úr feldinum.

Sjampó

Zolfo sjampó 15 ml. og 5 ml. Ozon oil blandað í um 1 dl. af volgu vatni og notað til að þvo feldinn. Vinnið upp froðu alveg niður að húð (olían dregur þó úr hæfileikum sjampósins til að freyða). Skolið vandlega þar til allar sápuleyfar eru komnar úr feldinum.

Næring

10 ml. Zeo maks, 10 ml. PH balance og 5 ml Ozon oil blandað saman í um 1 dl. af volgu vatni og borið í allan feldinn, látið vinna í 3 - 5 mín og skolið vandlega úr feldinum.